top of page

Um okkur

ViVa Holding kynnir
off the WALL productions

 

off the WALL hefur frá látlausu upphafi sínu árið 2007 lagt sig fram við að setja upp kröftugar og mikilvægar sýningar, og auðsýnt þakklæti gesta okkar í gegnum tíðina hefur sýnt okkur að starf okkar er svo sannarlega þess virði.

Frá og með leikárinu 2022-23 verða breytingar á starfi okkar. off the WALL var sett á laggirnar í Washington, PA árið 2007, fluttist norður til Carnegie Stage árið 2012, og teygði anga sína einnig til New York þar sem ýmsar uppsetningar voru gerðar. Nú dýfum við tám okkar í alþjóðlegt hafsvæði (eða svoleiðis) með samstarfi við Tjarnarbíó í Reykjavík, þar sem enduruppsetning á sýningu Natalia Zukerman The Women Who Rode Away fór fram í ágúst 2022. Til stendur að setja upp fleiri off the WALL sýningar í Tjarnarbíói og við vonumst til að starfa með fleiri atvinnuleikhúsum með sambærileg gildi í Evrópu í framtíðinni. 

Ætlunarverk okkar er að næra samfélag með samhygð að leiðarljósi, tryggja sanngjörn laun listamanna og stuðla að því að allar listir séu metnar að verðleikum. Við veitum leikhúsum, dansi, tónlist og uppistandi skapandi heimili. Við valdeflum kvenkyns leikhúslistamenn til samstarfs og frumsköpunar sem leikskáld, leikstjórar, tæknimenn og leikarar, nærum vöxt þeirra og verk.

Umsagnir

“... öðruvísi leikhús fyrir fullorðna...

- Out Online

"4.48 Psychosis er Shakespeare hinna fótum troðnu. Sannkallað meistaraverk líkamlegs leikhúss, átakanlegra tilfinninga og eldfimra orðasmíða sem upphefjast í breiðfylkingu ofbeldisfullra fýsna sem áhorfendur gleypa í sig."

3D Balls in Rainbow Background

Meira...

"What they did was off the WALL" more...
"Theater targeted by protesters"  more...
"Theater company to answer protesters with Handmaid's Resistence walk"  more...

The International Centre for Women Playwrights (ICWP) heiðra leikhús sem framleiða verk eftir konur og karla til jafns.

Off the WALL Productions hefur hlotnast þessi heiður 6 ár í röð.

bottom of page