

Íslenskar uppfærslur
Viva Holding er leikfélag sem stendur fyrir nýjum leikhúsuppfærslum og danssýningum og leggur sig um leið fram við að valdefla konur í leikhúsum til samvinnu og nýsköpunar á ýmsum sviðum, m.a. sem handritshöfundar, leikstjórar, tæknifólk og leikarar. Samstarfsaðili þeirra í USA, off the WALL productions, hefur sett upp sýningar í Pittsburgh og New York undanfarin 17 ár og nú sýna þau uppfærslur sínar í Tjarnarbíói.

Júní 2023
Mother Lode
Leikverkið Mother Lode fjallar um lífslok og ákvarðanir sem skylduræknar dætur verða að taka við þær aðstæður. Þrátt fyrir ágreining, friðarsamninga, erjur og endanlega sátt (hvort sem þeim líkar betur eða verr) eru böndin milli sjálfstæðra kvenna órjúfanleg og ástrík. Meira...
Júní 2023
Etty
Etty Hillesum lést í Auschwitz aðeins 29 ára að aldri. Leikverkið Etty er sett saman úr dagbókum hennar og bréfum frá 1941 til 1943. Í því kynnumst við merkilegri ungri hollenskri konu, innsæi hennar, ljóðrænu, ákveðni og ástríðu. Meira...


Ágúst 2022
The Women Who Rode Away
Í þessari persónulega sýningu notar Natalie Zukerman sögur þeirra kvenna sem vörðuðu leið hennar gegnum lífið, til að finna sína eigin rödd með frumsaminni tónlist og málverkum sem varpað er upp á veggi. Meira...